Fréttir

Hvernig Virkar Pet Remedy?

14.12.2016

Við fáum oft spurninguna hvernig virkar Pet Remedy? Stutta svarið er; Pet Remedy er náttúruleg meðhöndlun fyrir gæludýr. Unnið úr náttúrulegum jurtum sem róa taugar og veita öryggis tilfinningu án þess þó að deyfa eða slæva dýrin. En fyrir þá sem vilja vita nákvæmlega hvernig það virkar endilega mega þeir halda áfram að lesa.

Af hverju mala kettir?

06.06.2016

Af hverju mala kettir?
Mal er algengasta hljóð sem köttur getur gefið frá sér. Samt vitum við miklu minna um það en önnur hljóð sem þeir gefa frá sér, s.s. mjálm, hvæs og urr. 
Já kettir mala þegar þeir eru ánægðir. Þegar kisan þín liggur hringuð upp í sólinni, er líklegt að þú heyrir lágt mal þegar hún andar. Ef þú kemur við hana finnuru smá titring. Það er næstum því eins og hún sé að senda frá sér róandi bylgjur. 
En þú mátt samt ekki ganga út frá því að þetta hljóð þýði endilega að kötturinn þinn sé í góðu skapi, eða að það séu einu skiptin sem þú heyrir það. Kettir mala til að sýna aðrar tilfinningar og þarfir líka. 
Ef þú tekur köttinn þinn upp og heldur á honum? Malar hann af því að honum líkar það, eða af því að hann er stressaður?
Þó þú getir aldrei verið hundrað prósent viss hvað kötturinn þinn er að segja þegar hann malar, þá geta rannsóknir frá dýrasérfræðingum ásamt athugun á aðstæðum hjálpað þér að koma með nokkuð góðar ágiskanir. 
Kötturinn er hamingjusamur: Kötturinn er afslappaður, liggur á bakinu og skottið að mestu leiti kyrrt. Ef hann malar er óhætt að álykta að honum líði vel. Í þessu tilfelli er malið eitt stórt bros.
Hann er svangur eða vill eitthvað:  Sumir kettir mala þegar það er matartími. Breskir vísindamenn rannsökuðu malið sem húskettir gefa frá sér þegar þeir eru svangir og þegar þeir eru ekki að hugsa um mat. Malið hljóma ekki eins. 
Þegar kettir mala fyrir mat, er malið blandað við hálfgert væl eða mjálm. Hljómar pínu eins og barnsgrátur. Sérfræðingar telja að mannfólk sé líklegra til að bregðast við þessu hljóði. Og þeir hafa komist að því að fólk getur þekkt í sundur þessi mjálm, jafnvel þó ekki sé um kattareiganda að ræða.
Tengsi milli læðu og kettlings: Kettlingar mala strax nokkurra daga gamlir. Það er líklega leið til að láta móður sína vita hvar þeir eru og að það sé í lagi með þá. Mal hjálpar kettlingum að mynda tengsl við móður sína. Læður nota það eins og vögguvísu.
Léttir og heilun: Þó mal taki orku, þá mala margir kettir þegar þeir slasast eða finna til. Svo hvað veldur því að þeir eyða orku í það?
Það gæti einfaldlega verið leið kattarins til að róa sjálfan sig niður, líkt og barn sýgur þumalinn til að líða betur. 
En sumar rannsóknir benda þó á að mal geti í raun flýtt fyrir bata hjá kettinum. Lág tíðni malsins veldur titringi í líkama þeirra sem getur:
Heilað bein og sár,
byggt upp vöðva og lagað sinar,
auðveldað andardrátt,
Dregið úr sársauka og bólgum.
Þetta gæti verið skýringin á því að kettir geta lifað af fall af mjög háum stöðum og fá færri fylgikvilla eftir aðgerðir en hundar. 
Greinina má finna á slóðinni: http://pets.webmd.com/why-do-cats-purr 

Heimildir:
Library of Congress: "Why and how do cats purr?"
ASPCA: "Cat Vocalizations."
Humane Society of the United States: "Cat Chat: Understanding Feline Language."
National Wildlife Federation: "Do cats purr? And why are there no green mammals?"
McComb, K. Current Biology, July 14, 2009.
Fauna Communications Research Institute: "The Felid Purr: A bio-mechanical healing mechanism."

 

Mynta í þyngdarátaki

08.02.2016

Þetta er hún Mynta, 7 ára gömul whippet tík.
Mynta er í megrunarprógramminu hjá Dýralæknamiðstöðinni Grafarholti. Þegar hún byrjaði í prógramminu var hún 18.35 kg en stefnir að því að verða 13.5 kg.
Mynta fær að borða 2svar á dag, og gengur um 7-10 km á dag. Hún fer aðallega í taumgöngur, en leikur sér einnig Whippet systur sínar  þegar hún nennir og fer í lausa hlaup.
Venjulegur dagur hjá Myntu byrjar um 7 á morgnanna, en hún fer í göngutúr milli 7 - 9 og fær svo morgunmat. Svo hvílir hún sig og tekur lengri göngu um miðjan daginn. Þá tekur hún aftur hvíld og fær svo að borða seinnipartinn. Stundum fer hún svo í kvöldgöngu líka.  
Uppáhalds dótið hennar eru bangsar sem hún er búin að tæma allt innan úr. Svo er hún líka hrifin af ýlubeinum.
Mynta er rólegur hundur, voðalega blíð og góð. Gömul sál og rosalega klár. Hún og eigandinn njóta allrar samveru saman. Mynta er dugleg í þrautum, hlýðni og boltaleikjum og var góð í beituhlaupi áður en hún slasaðist á fæti.

 

 

Krummi í þyngdarátaki

29.01.2016

Við kynnum næsta hund til leiks í þyngdarátakinu. Það er hann Krummi sem er 8 ára gamall og af tegundinni Labrador retriever.Hann var 43,2 kg í upphafi prógramms, en stefnir að því að verða 37 kg.

Við hjá Dýrheimum í samstarfi við Royal Canin og nokkrar dýralæknastofur hér á höfuðborgarsvæðinu settum af stað þyngdarstjórnunarprógram með Satiety fóðrinu.
Næstu misseri ætlum við að setja inn nokkra hunda og ketti sem tóku þátt og leyfa ykkur að fylgjast með árangrinum hjá þeim.

Hegðunarvandamál katta

15.01.2016

Við rákumst á ansi áhugaverða grein um daginn sem Dr. Debra Horwitz skrifaði um vandamál sem margir kattareigendur hafa þurft að glíma við.

Emil í þyngdarátaki

11.01.2016

Vissir þú að hundar í yfirþyngd eru 3svar sinnum líklegri til að fá liðagigt en hundar í kjörþyngd? Þeir eru einnig líklegri til að fá hjartasjúkdóma vegna blóðfituhækkunar  og mikils álags á hjartað. Hættan á að þurfa að fara í aðgerð eykst ef hundar eru of þungir, sem og hættan á að þeir þrói með sér þvagfæravandamál.
Sem betur fer er hægt að grípa inn í ef hundurinn já eða kötturinn er orðinn of þungur. Royal Canine hefur sett á markað sjúkrafóður sérstaklega miðað að því að koma of þungum hundum og köttum aftur í kjörþyngd. Fóðrið sem heitir Satiety, er eins og nafnið gefur til kynna mjög seðjandi og finnur dýrið því ekki til hungurs, þrátt fyrir að fá minni matarskammta en áður. 

Við hjá Dýrheimum í samstarfi við Royal Canin og nokkrar dýralæknastofur hér á höfuðborgarsvæðinu settum af stað þyngdarstjórnunarprógram með Satiety fóðrinu.
Næstu vikur ætlum við að setja inn nokkra hunda og ketti sem tóku þátt og leyfa ykkur að fylgjast með árangrinum hjá þeim.

 

Kolvetni - lykillinn í þróun hunda úr úlfum

23.12.2015

Kolvetni -  lykillinn í þróun hunda úr úlfum
Þróunarerfðafræðingar segjast nú hafa fundið eitt af lykilatriðunum í  þróun hundsins úr villtum úlfi í taminn hund sem dillar skottinu og er vel til þess fallinn að búa með okkur. – Getan til að melta kolvetni.

Í skýrslu sem birt var í tímaritinu Nature, kemur fram að melting hunda á kolvetnum er skilvirkari en hjá úlfum. Höfundar greinarinnar benda á nokkrar breytingar í genum sem snúa að meltingu kolvetna, sem hafa gert frumhundunum auðveldara fyrir að melta matarafganga mannsins.  
"Maturinn var augljóslega samskonar og við borðuðum, líklegast bland af rótum, graut og mögulega brauði, ásamt beinum ," segir leiðtogi rannsóknarinnar Erik Axelsson, þróunarerfðafræðingur við Uppsalaháskóla í Svíþjóð.

Enginn veit fyrir víst hvenær eða hvar fyrstu hundarnir komu til, en flestir þróunarlíffræðingar eru sammála um að úlfar hafi tekið fyrsta skrefið og maturinn sem maðurinn henti frá sér  hafi dregið þá að. Miklu seinna fóru menn að para saman hunda af mismunandi stærðum og skapgerð til að skapa þær hundruðir hundategunda sem við þekkjum í dag.
Í nýjustu rannsóknum Axelssons og samstarfsmanna hans báru þeir saman DNA úr 12 gráum úlfum við DNA úr 60 hundum af 15 hundategundum, t.d. cocker spaniel, golden retriever og risa schnauzer.
Þeir röðuðu upp DNA hundanna og úlfanna og leituðu að breytingum sem áttu sér stað snemma í þróun hundsins og einbeittu sér að þeim erfðafræðilegu atriðum sem hundarnir áttu sameiginleg en úlfana vantaði. 
Niðurstöðurnar voru 122 gen sem virðast hafa verið mikilvæg í þróunarsögu hundsins. 10 af þessum genum hafa áhrif á meltingu fitu og kolvetna og 3 þeirra innihalda leiðbeiningar til að búa til prótein sem brjóta niður kolvetni.
Eitt þessarra þriggja gena býr til amýlasa, sem er ensím sem brýtur sterkju niður í maltósa. Hundar bera margfallt meira af þessu geni en úlfar
Annað gen býr til ensím sem breytir maltósa í glúkósa. Þetta gen er 12 sinnum virkara í hundum en úlfum.
Þriðja genið býr til prótein sem færir glúkósann úr þörmunum og út í blóðið. Margt bendir til að þetta gen virki betur í hundum en úlfum.
Samantekt sýnir að hundar borða meiri sterkju(kolvetni) en úlfar, að sögn Axelssonar, hann bætir við að þessi aðlögun hafi hjálpað fyrstu hundunum að nýta betur næringuna úr matarafgöngunum sem drógu þá að manninum í upphafi. 
Möguleiki er þó á að hundurinn hafi þróast út frá því að elta veiðimenn og éta afganga af dýrunum sem þeir veiddu segir Robert Wayne, Þróunarlíffræðingur við UCLA sem ekki tók þátt í Nature rannsókninni.  Sé það raunin hefur getan til að melta kolvetni komið til eftir að hundarnir urðu tamdir eins og gerðist hjá manninum eftir að hann fór að stunda búskap.

Ástæða þess að erfitt er að segja til um hvenær hundurinn varð taminn er sú að steingervingar sem fundist hafa gefa ekki nógu skýra mynd. Elsti steingervingur sem menn eru sammála um er 12.000 ára gamall af hvolpi ásamt eiganda sínum sem fannst í Ísrael. En nýlega hafa fundist steingervingar af dýrum sem líkjast hundum og eru allt að 33.000 ára gamlir.
Þeir steingervingar eru með jafnstórar tennur og úlfar en minni hauskúpur og hafa gjarnan fundist meðal steingervinga af úlfum, segir þróunarlíffræðingurinn Susan Crockford við háskólann í Victoria í Kanada. Það þarf fleiri rannsóknir til að geta ákvarðað hvort þessir steingervingar séu af úlfum sem voru byrjaðir að þróast í átt til hundsins eða hvort þeir eru einfaldlega dæmi um fjölbreytileika úlfa, segir hún.
Auk genanna sem hafa áhrif á meltingu kolvetna fundu Axelsson og teymið hans önnur gen sem hafa áhrif á heila og taugakerfi og virðast hafa haft mikið að segja í þróuninni frá úlfi í hund. 
Það kemur ekki á óvart segir Adam Boyko,  þróunarerfðafræðingur við Cornell dýralæknaháskólann  í Ithaca, NY, sem ekki tók þátt í rannsókninni. Hundar eru öðruvísi en úlfar í hegðun á svo margan hátt. Þeir dilla skottinu, eru forvitnir, blíðir og hafa gaman af að gelta.
Næsta skref er að rannsaka þessi gen til að finna út hvernig þau hafa áhrif á hegðun og þróun hundsins til að gera hann eins og hann er, segir Boyko.
Oscar Chavez, forstjóri tæknináms dýralækna á Cal Poly Pomona, segir þessar niðurstöður minna á það að hundar borða ekki eins og úlfar.  Hann segir að hann og samstarfsmenn hans séu furðulostnir yfir þeirri þróun að gefa hundum lágkolvetna matvæli og hráfæði, sem geta valdið auknu álagi á nýrun vegna of mikils próteininnihalds.
"Hundar eru hundar - þeir eru reiða sig meira á sterkju og korn," segir hann. Það er ástæða þess að tilbúið hundafóður eru þannig samsett að þau innihalda um 20% til 30% prótein og 40% til 50% kolvetni. "Ég veit ekki um neinn dýralækni sem myndi mæla með lágkolvetna mataræði."

Hér fyrir neðan má finna greinina sem birt var í nature sem og rannsókn Axelssonar í heild sinni
http://www.nature.com/news/dog-s-dinner-was-key-to-domestication-1.12280
http://dx.doi.org/10.1038/nature11837

Hundar treysta ekki lygurum

02.12.2015

Hundar treysta ekki lygurum
Eitt af því skemmtilega við að fylgjast með ungum hundum ,er að þeir  nálgast næstum hvaða manneskju sem er, fullir trausts og vináttu. Það sama á við um ung börn, sem trúa því að allt fullorðið fólk sé traust og hafi þeirra hagsmuni að leiðarljósi. En auðvitað lærir barn með tímanum að sumt fólk er traustara og áreiðanlegra en annað. Nýjar rannsóknir sýna að sama á við um hunda.


Nú er það komið á hreint að ef þú lýgur ítrekað að hundi, hættir hann að treysta þér og hættir að reiða sig á þær upplýsingar sem þú gefur honum
Rannsóknir gerðar í Kyoto háskóla í Japan,sýna að hundar nýta sér aðeins upplýsingar og hlýða skipunum frá  fólki sem hefur sýnt fram á að vera áreiðanlegt.
Í fyrstu rannsókninni voru 24 hundar. Manneskja stóð inn í herberginu með tvo dalla. Annar var með smá mat undir, en hinn ekki neitt. Í fyrri hluta rannsóknarinnar, benti manneskjan hundunum á dallinn þar sem maturinn var. Eins og áætlað var fóru þeir þangað og fengu verðlaunin. Í seinni hluta rannsóknarinnar var reynt að sýna fram á að manneskjan væri ekki lengur áreiðanleg. Hundunum var sýnt að annar dallurinn geymdi mat en ekki hinn. Svo þegar hundunum var sleppt benti manneskjan þeim á og hvatti þá til að fara að dallinum sem var tómur. Síðasti hluti rannsóknarinnar var að endurtaka fyrsta hlutann, þar sem hundunum voru sýndir dallarnir og þeim bent í áttina á þeim dalli sem geymdi matinn.


Niðurstöðurnar voru merkilegar. Í fyrsta hlutanum treystu hundarnir manneskjunni og lang flestir hundarnir fóru að dallinum sem manneskjan benti á. En í þriðja hlutanum sýndu hundarnir glöggt að ekki var hægt að treysta manneskjunni og einungis 8 % hundanna fóru í þá átt sem þeim var bent á. 
Lærðu hundarnir að allar manneskjur væru óáreiðanlegar í þessarri tilraun eða að einungis þessi manneskja væri það?


Rannsóknin var endurtekin með nýjum 26 hundum. Fyrstu tvö skrefin voru endurtekin, þar sem hundunum var bent á dallinn með matnum og svo á dallinn sem var ekki með mat. Í þriðja hluta rannsóknarinnar var svo skipt um manneskju. Og sett inn ný manneskja sem hundarnir höfðu ekki séð áður. Hundarnir sýndu fram á að þeir höfðu ekki misst trúnna á fólki yfir höfuð, heldur einungis á þeirri sem sýndi sig vera óáreiðanlega. Þeir fóru að þeim dalli sem nýja manneskjan benti þeim á.
Þetta sýnir fram á það að hundar nýta sér svona upplifanir til að ákvarða hvort manneskju sé treystandi eða ekki. Þeir hafa meiri félagslega greind heldur en áður var talið og eru ótrúlega fljótir að átta sig á áreiðanleika manna. Þegar hundar eiga í samskiptum við fólk eru þeir að ákvarða eðli og persónueinkenni hverrar manneskju fyrir sig.   Þeir nýta sér þessa vitneskju til að ákvarða fram í tímann hegðun hjá ákveðnu fólki og haga sinni eigin hegðun samkvæmt því. 


Þetta eru óvæntar niðurstöður. Svipuð rannsókn var gerð á leikskólabörnum. Þar sem 3ggja ára börn sýndu traust, jafnvel þó þeim væri sýnt fram á að sumt fólk væri óáreiðanlegt. 4 ára börnin voru tortryggnari en hlustuðu samt á fullorðið fólk sem hafði sýnt sig  óáreiðanlegt. Einungis 5 ára börnin hlustuðu frekar á þá einstaklinga sem sýndu sig vera áreiðanlega.  Vitsmunir hunda eru gjarnan bornir saman við vitsmuni 2-3ggja ára barna, svo þessar niðurstöður eru mjög áhugaverðar.
Þessi rannsókn sýnir fram á að hundar fylgjast með hvort fólk lýgur eða segir satt og nýta sér þær upplýsingar til að ákvarða hvort þeir geti treyst upplýsingum frá þessu fólki í framtíðinni.


Með öðrum orðum, ef þú platar hundinn þinn, er ekki líklegt að hann gleymi því. Og ekki víst að hann vilji vinna með þér aftur
Upprunalegu greinina má finna á slóðinni hér fyrir neðan:
https://www.psychologytoday.com/blog/canine-corner/201502/study-dogs-can-identify-liars-and-they-dont-trust-them