Meðferð per­sónu­upp­lýs­inga

 

Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga

Dýrheimar safna upplýsingum um viðskiptavini sína. Það er þó eingöngu gert í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum aðgang að vörum og þjónustu skv. viðskiptasamningum og til að miðla upplýsingum í markaðslegum tilgangi. Markmiðið með upplýsingasöfnuninni er fyrst og fremst að bæta þjónustuna við viðskiptavini og tryggja sem besta upplifun þeirra í viðskiptum við Dýrheima.

 

Áframsending persónugreinanlegra gagna til þriðja aðila

Dýrheimar deila ekki persónuupplýsingum með þriðja aðila og nýta aldrei persónuupplýsingar viðskiptavina í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Gögn eru geymd eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang upplýsingasöfnunarinnar.

 

Vefmælingar

Dýrheimar nota Google Analytics til vefmælinga á vefjum í sinni eigu eða notkun. Við hverja komu inn á vefina eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir o.fl. Engum persónugreinanlegum upplýsingum er safnað um hverja komu.

 

Nánar um Google Analytics.

 

Réttur viðskiptavinar/notanda

Viðskiptavinur/notandi hefur rétt á að afturkalla samþykki fyrir notkun á persónuupplýsingum. Viðskiptavinur/notandi getur hvenær sem er farið fram á breytingu á skráningu, að Dýrheimar hætti að nota eða að Dýrheimar eyði persónugreinanlegum gögnum um sig. Viðskiptavinur/notandi getur í þessu samhengi fengið að skoða persónuupplýsingarnar sem Dýrheimar hafa safnað. Til þess að breyta eða eyða gögnum, eða breyta notkun persónuupplýsinga, þarf viðskiptavinur/notandi að geta gert grein fyrir sér með viðurkenndum hætti.

 

Breytingar á gagnasöfnun

Dýrheimar áskilja sér rétt til að breyta ofangreindum upplýsingum um gagnavernd hvenær sem er í samræmi við ákvæði gagnaverndarlaga. Við breytingu þarf viðskiptavinur/notandi að samþykkja skilmálana aftur.