Viðskiptaskilmálar

 

Reglur um skil á vöru

Skilaréttur

  • Gallaðar vörur eru teknar til baka gegn fullri endurgreiðslu eða með skiptum fyrir sömu vöru, enda sé Dýrheimum tilkynnt um gallann strax og kaupandi verður hans var.
  • Óverðmerktar og óútlitsgallaðar vörur eru teknar til baka á 75% af upprunalegu verði ef 3 mánuðir eða meira eru í síðasta söludag.
  • Verðmerktar eða útlitsgallaðar vörur eru teknar til baka á 50% af upprunalegu verði ef 3 mánuðir eða meira eru í síðasta söludag.
  • Útrunnar vörur eða vörur sem renna út innan 3 mánaða eru ekki teknar til baka nema án endurgreiðslu.

Skiptiréttur (smakkábyrgð)

  • Smakkábyrgð er á öllum vörum upp að 7,5kg. Vöru er skipt út fyrir aðra vöru í vörulínunni, líki dýrinu ekki varan.   
  • Ef varan fæst ekki í stærð undir 7,5kg nær skiptirétturinn einnig til þeirra vara.

Fyrningar á dagsetningum hjá endursöluaðilum

  • Endursöluaðili ber ábyrgð á dagsetningum á þeim vörum sem hann kaupir.
  • Dýrheimar veita endursöluaðilum aðstoð við að fylgjast með dagsetningum og draga þannig úr hættu á fyrningum.

Reglur þessar taka gildi 1. september 2019.  Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Dýrheima.