Hundaskóli

Hundaskóli Dýrheima býður upp á fjölmörg námskeið, einkatíma og hóptíma um allt sem snýr að þjálfun, hegðun og öðru sem tengist því að eiga hund og ala hann vel upp.

Hundaþjálfarar Dýrheima eru Albert I. Steingrímsson og Auður Björnsdóttir.

Albert er einn allra reynslumesti hundaþjálfari landsins. Albert er menntaður hundaþjálfari með áherslu á atferli hunda á öllum aldurskeiðum. Auk þess hefur Albert sótt mýmörg námskeið og er með fjölmörg alþjóðleg réttindi er snúa að hundum, þjálfun þeirra og atferli, þmt. í spori, veiði og hlýðni. Albert er með dómararéttindi í spora- og hlýðniprófum á vegum HRFÍ.

Auður hefur starfað sem hundaþjálfari í fjöldamörg ár og er sérstaklega menntuð í þjálfun blindra- og hjálparhunda. Einnig hefur Auður þjálfað leitarhunda fyrir BHSÍ og stundað hundadans (e. Heelwork to music) með hundunum sínum. Í þjálfun sinni leggur Auður sérstaka áherslu á umhverfisþjálfun hvolpa og hunda, sem er sérstaklega mikilvægt fyrir aukið aðgengi hunda í samfélaginu okkar.