Hvolpamjólk í skemmdum ytri umbúðum
Við fengum töluverðan fjölda af hvolpamjólk í 400gr dollum um daginn þar sem ytri umbúðirnar höfðu skemmst í flutningi en innri umbúðirnar eru fullkomlega heilar.
Við viljum gjarna að þessar vörur fari út og til þess að sporna gegn sóun þá gefum við aukalega 10% afslátt af skemmdum umbúðum og 20% viðbótarafslátt af töluvert skemmdum umbúðum.
ATH: mjólkin er í 100% lagi og sér ekkert á innri umbúðum; skemmdirnar eru eingöngu útlitslegs eðlis.
Hvolpamjólk.
- Þurrmjólk sem kemur í stað móðurmjólkur
- Fyrir hvolpa frá fæðingu og þar til þeir geta farið að borða sjálfir.
- Er eins lík móðurmjólkinni og hægt er.
- Auðmeltanleg og viðheldur jafnvægi í þarmaflórunni.