SHN Pro HT42D Large Dog 17kg


Heilfóður fyrir tíkur frá 1. degi lóðarís fram á 42. degi meðgöngu

HT42D Large Dog er hannað fyrir tíkur af miðlungs og stórum tegundum. Það inniheldur mikilvæg næringarefni til þess að styðja við þróun og þroska fóstra. Næringarefni eins og m.a. týrosín, beta-karotín, A- og C-vítamín, fólinsýru og ómega-3 langkeðja fitusýrurnar EPA/DHA eru nauðsynleg í réttum hlutföllum á þessum mikilvæga tíma.

Ákjósanleg orka
Frá fyrsta degi lóðarís og fram á 42. dag meðgöngu er dagleg orkuþörf tíkarinnar svipuð og áður en meðganga hófst. Mikilvægt er að fylgjast með skammtastærðum til að koma í veg fyrir meiri þyngdaraukningu en eðlilegt er á meðgöngu, en slíkt getur orksakað erfiðari fæðingu. HT42D hentar því ekki bara næringarfræðilega séð heldur mjög vel ut frá orkuþörf.

Heilbrigð melting
Ónæmi í þörmum minnkar á meðan meðgöngu stendur. HT42D inniheldur sérstaklega auðmeltanleg prótein, trefjar, ómega-3 fitusýrurnar EPA/DHA og góðgerlafæðu til þess að stuðla að heilbrigðari meltingu á meðgöngu.

Notkun:
Frá fyrsta degi lóðarís fram á 42. dag meðgöngu. Eftir það er ráðlagt að skipta yfir á Starter, ef áætlaður hvolpafjöldi er 3 eða fleiri, eða yfir á Puppy ef einungis 1-2 hvolpar eru væntanlegir.

Næringargildi:
Prótein: 26% - Fita: 18% - Trefjar: 3.1% - EPA/DHA: 4 g/kg.

Nýlegar Vörur